Arsenal á góða möguleika á að fá Rodrygo - Atletico leggur allt kapp á að fá Romero - West Ham hafnaði tilboði í Kudus
Siggi Höskulds: Þetta á að skila sigri alveg sama á hvaða velli
Venni: Þetta er algjört lúxusvandamál sem ég glími við
Tómas Bjarki: Þetta er alveg kúnst
Halli Hróðmars: Leikplanið fór út um gluggann snemma í dag
Gunnar Heiðar: Þegar lestin er farin af stað er helvíti erfitt að stoppa hana
Jakob Gunnar: Einhver skrítnasta skottækni sem ég hef séð
Með þrjú stórmót og yfir 100 leiki á bakinu - „Ég fer með það í gröfina"
„Viðurkenning fyrir hana og íslenskan fótbolta"
Vann með Frank Lampard áður en hann tók til starfa hjá KSÍ
Gunnhildur elskar nýtt hlutverk - „Baldvin Leó fékk að fljóta með"
Steini: Ákveðinn lamandi ótti eiginlega
Þurfum að vinna heimakonur - „Þetta eru allt heimsklassa lið"
Fyrstu mínútur Kötlu á stórmóti - „Fokking hell maður"
Karólína Lea: Ég hef aldrei séð hana jafn hvíta í framan
Sveindís: Spilum ekki fótbolta í fyrri hálfleik
Ingibjörg: Auðvelt að segja að þetta eigi að vera venjulegt
Cecilía segir hafa verið stress í liðinu - „Ætlum að vinna næstu tvo“
„Þetta verkefni sem hún hefur gengið í gegnum er ótrúlegt"
Foreldrar Áslaugar Mundu á sínu þriðja EM - „Ekki hægt að sleppa þessu“
Bryndís mætt sem stuðningsmaður: Tók tíma að sætta sig við það
   sun 29. júní 2025 16:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Thun
Draumurinn rættist núna eftir svekkjandi tíðindi 2022
Icelandair
EM KVK 2025
Hlín Eiríksdóttir.
Hlín Eiríksdóttir.
Mynd: Fótbolti.net - Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Hlín gefur áritun.
Hlín gefur áritun.
Mynd: Fótbolti.net - Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Hlín á æfingu Íslands í dag.
Hlín á æfingu Íslands í dag.
Mynd: Fótbolti.net - Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
„Tilfinningin er bara afskaplega góð. Það er frábærar aðstæður hér og ógeðslega góð stemning í hópnum. Veðrið er gott og hótelið er rosalega flott. Það er ekkert sem er hægt að kvarta yfir," sagði Hlín Eiríksdóttir, landsliðskona, í samtali við Fótbolta.net eftir fyrstu æfingu liðsins í Sviss í dag.

Stelpurnar okkar ferðuðust yfir til Sviss í gær og komu sér fyrir á flotta hótelinu sem þær dvelja á næstu daga. Svo tóku þær létta æfingu í dag.

„Þetta er eins og í einhverri bíómynd. Þetta er sjúklega flott," sagði Hlín um hótelið sem liðið gistir á.

„Við fórum aðeins að synda í vatninu í gær sem var ógeðslega næs."

Stelpurnar eru nýkomnar frá Serbíu þar sem þær náðu að æfa vel.

„Við vorum í afmörkuðu og lokuðu umhverfi þar. Við vorum að einbeita okkur að okkur sjálfum og að æfa vel, og að vera saman sem hópur. Það gerði okkur mjög gott," segir Hlín.

Stelpurnar spiluðu æfingaleik við Serbíu og unnu 1-3. Það var gott fyrir liðið að taka sigur þar.

„Já, algjörlega. Ég myndi segja að fyrst og fremst hafi frammistaðan verið jákvæð og hún skilaði okkur sigri á móti góðu liði. Það var mjög margt jákvætt frá föstudeginum."

Draumur að rætast
Núna er farið að styttast í fyrsta leik á Evrópumótinu en þetta er fyrsta mótið sem Hlín fer á. Hún var svekkt að missa af mótinu 2022, en er núna í stóru hlutverki.

„Það er draumur að rætast. Ég var ekki með síðast og þetta er því nýtt fyrir mér. Ég ætla að njóta þess," segir Hlín.

Var svekkjandi að vera ekki með á síðasta móti?

„Það er geggjað að vera að svara því þremur árum seinna, en það var það alveg."

Hún segir geggjað að upplifa þetta með þessum hópi.

„Þetta er ógeðslega skemmtilegur hópur að vera í. Það er mjög augljóst að við erum öll að róa í sömu átt, 23 leikmenn og 24 starfsmenn. Það er ógeðslega gaman að vera hluti af þannig og ég held að við eigum eftir að gera mjög gott mót," sagði Hlín að lokum.

Leikir Íslands á EM:
2. júlí, Ísland - Finnland
6. júlí, Ísland - Sviss
10. júlí, Ísland - Noregur
Athugasemdir
OSZAR »