Newcastle á eftir Scalvini - Barcelona snýr sér aftur að Díaz - Tottenham vill belgískan miðvörð
   mið 02. júlí 2025 20:58
Brynjar Ingi Erluson
EM kvenna: Skrautlegt sjálfsmark og vítaklúður í endurkomusigri Noregs
EM KVK 2025
Ada Hegerberg stangar boltann í netið
Ada Hegerberg stangar boltann í netið
Mynd: EPA
Mynd: EPA
Sviss 1 - 2 Noregur
1-0 Nadine Riesen ('28 )
1-1 Ada Hegerberg ('54 )
1-2 Julia Stierli ('58 , sjálfsmark)
1-2 Ada Hegerberg ('70 , Misnotað víti)

Noregur er á toppnum í riðli Íslands á Evrópumótinu eftir að hafa unnið gestgjafa Sviss, 2-1, á St. Jakob-Park í Basel í kvöld.

Finnar unnu Íslendinga í opnunarleiknum en sjálf opnunarhátíðin var haldin fyrir leik Sviss og Noregs fyrir framan rúmlega 34 þúsund áhorfendur.

Heimakonur skoruðu fyrsta mark leiksins við mikinn fögnuð úr stúkunni. Nadine Riesen fékk boltann vinstra megin, keyrði inn í teig og kom honum á samherja, en eftir smá darraðardans datt boltinn aftur fyrir Riesen sem skaut boltanum í stöng og inn.

Sviss fór með forystu inn í hálfleikinn en snemma í þeim síðari jafnaði reynslubolinn Ada Hegerberg með hörkuskalla eftir hornspyrnu Vilde Boe Risa.

Aðeins fjórum mínútum síðar komst Noregur yfir eftir neyðarlegt sjálfsmark Julia Stierli. Stjörnuleikmaður Noregs, Caroline Graham Hansen, hljóp upp vinstri kantinn og kom boltanum fyrir markið þar sem Stierli mætti á ferðinni og tæklaði boltann í eigið net.

Hegerberg gat gert út um leikinn tuttugu mínútum fyrir leikslok er Geraldine Reuteler handlék boltann í eigin vítateig. Hegerberg fór á punktinn en setti boltann framhjá markinu.

Vítaklúður Hegerberg kom ekki að sök. Noregur hélt út og kom sér á toppinn í riðlinum. Finnland er í öðru sæti, Sviss í þriðja og Ísland í neðsta sæti.

Um helgina mætast Noregur og Finnland á meðan Ísland mætir Sviss.
Athugasemdir
banner
OSZAR »