Napoli reynir aftur við Garnacho - Arsenal ekki að ná að semja við Sporting um Gyökeres - Kudus í læknisskoðun hjá Spurs
Eru 22 saman í Sviss - „Áfram Vestri og áfram Guðrún"
„Hætt að borða nammi í Tenerife ferðinni þegar hún var tíu ára"
GunnInga í bláa hafinu: Styðjum liðið okkar í blíðu og stríðu
„Eru geggjaðir karakterar og munu bíta fast frá sér“
Tólfan spáir sigri - „Hef bara séð eina Noregstreyju“
Fékk leyfi til að fljúga beint frá Albaníu til Sviss
Einar Guðna þurfti ekki að hugsa málið - „Algjört draumastarf"
Halli: Er ekkert í þessu til að hefna fyrir eitt né neitt
Halli Hróðmars: Orðið ansi þungt leik eftir leik
Úlfur Ágúst: Ég reyndi og sem betur fer fór hann inn
Jökull: Við vorum líklegri og sköpuðum betri færi
Heimir Guðjóns: Vítið sem Stjarnan fékk var rangur dómur
„Ekki búin að því og ég veit ekki hvort maður muni gera það"
Svaf ekki mikið - „Þurfum að nota þetta sem spark í rassinn"
Sár, svekkt og leið - „Ég er ekki sú ferskasta núna"
„Þetta er ekki upplifun sem ég hef fengið áður"
Steini: Ég er með samning áfram
Guðrún: Mikið af knúsum og ekki mikið af orðum
Cecilía: Leiðinlegt að hafa ekki gert meira fyrir þau
Karólína Lea: Það er langt síðan ég hef grenjað svona
   fös 04. júlí 2025 16:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Thun
Farið á þrjú stórmót og þetta er besta umhverfið
Icelandair
EM KVK 2025
Agla María Albertsdóttir.
Agla María Albertsdóttir.
Mynd: Fótbolti.net - Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Agla María eftir síðasta leikinn á EM 2022.
Agla María eftir síðasta leikinn á EM 2022.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Það er mjög súrt að hafa tapað þeim leik en í svona móti má maður ekki dvelja of lengi við svona tapleik. Þá er maður svolítið dæmdur til að tapa næsta leik. Við vorum fljótar að leggja það aftur fyrir okkur og einblína á næsta leik sem er á móti Sviss," sagði Agla María Albertsdóttir, landsliðskona, við Fótbolta.net í Thun í Sviss í dag.

Íslenska liðið byrjaði mótið á því að tapa 1-0 gegn Finnlandi en næsti leikur er á sunnudag gegn Sviss.

Agla María kom inn af bekknum í fyrsta leiknum á móti Finnlandi stuttu áður en liðið missti mann af velli með rautt spjald.

„Mér fannst alveg fínt að koma inn í leikinn. Það getur oft verið krefjandi að koma inn í leiki þegar það er hátt tempó. Auðvitað tekur smá tíma að komast inn í þetta en svo fannst mér við finna fín svæði í seinni hálfleiknum. Heilt yfir var þetta gaman, það er gaman að spila á stórmóti."

Þetta er bara geðveikt
Viðtölin í dag voru tekin við hótel landsliðsins en umhverfið þar í kring er svakalega flott. Agla María er á sínu þriðja stórmóti og segir hún að þetta sé það flottasta sem hún hafi upplifað á slíku móti.

„Þetta er bara geðveikt. Ég held að við gætum ekki beðið um betra umhverfi," sagði Agla María. „Þetta er eins og best er á kosið. Það væsir ekki um okkur hérna. Við höfum það mjög gott."

Það besta sem þú hefur upplifað?

„Mér finnst það, besta umhverfið. Mér finnst það líka mikill kostur að við erum allan tímann hérna. Við erum ekki að gista neins staðar annars staðar. Það er ekki langt að keyra á æfingar eða í leiki. Þetta er besta umhverfið," sagði Agla María.

Allt viðtalið má sjá í spilaranum hér að ofan þar sem Agla María ræðir frekar um leikinn gegn Finnlandi og næstu tvo leiki.
Athugasemdir
banner
OSZAR »