Arsenal líklegt til að fá Eze - Arsenal hefur enn ekki náð samkomulagi um Gyökeres - Napoli vill Nunez
Einar Guðna þurfti ekki að hugsa málið - „Algjört draumastarf"
Halli: Er ekkert í þessu til að hefna fyrir eitt né neitt
Halli Hróðmars: Orðið ansi þungt leik eftir leik
Úlfur Ágúst: Ég reyndi og sem betur fer fór hann inn
Jökull: Við vorum líklegri og sköpuðum betri færi
Heimir Guðjóns: Vítið sem Stjarnan fékk var rangur dómur
„Ekki búin að því og ég veit ekki hvort maður muni gera það"
Svaf ekki mikið - „Þurfum að nota þetta sem spark í rassinn"
Sár, svekkt og leið - „Ég er ekki sú ferskasta núna"
„Þetta er ekki upplifun sem ég hef fengið áður"
Steini: Ég er með samning áfram
Guðrún: Mikið af knúsum og ekki mikið af orðum
Cecilía: Leiðinlegt að hafa ekki gert meira fyrir þau
Karólína Lea: Það er langt síðan ég hef grenjað svona
Magnað viðtal við Glódísi - „Mun aldrei fyrirgefa mér það"
Ingibjörg meyr: Við ætlum að fokking vinna Noreg
Dagný: Ég hefði viljað ná að brjóta
Haddi: Ég skil ekki af hverju allir efast um Viðar
Ívar Örn: Það fer okkur mjög vel að spila hér í Laugardalnum
Grímsi: Vonandi er stíflan brostin sem ég er búinn að vera að glíma við
   fim 03. júlí 2025 22:35
Stefán Marteinn Ólafsson
Halli Hróðmars: Leikplanið fór út um gluggann snemma í dag
Lengjudeildin
Haraldur Árni Hróðmarsson þjálfari Grindvíkinga
Haraldur Árni Hróðmarsson þjálfari Grindvíkinga
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Grindavík tók á móti Njarðvík í kvöld þegar ellefta umferð Lengjudeildarinnar hóf göngu sína. 

Grindavík mátti þola þriðja stóra tapið í röð í kvöld. 


Lestu um leikinn: Grindavík 1 -  5 Njarðvík

„Mikil vonbrigði með byrjunina á leiknum" sagði Haraldur Árni Hróðmarsson þjálfari Grindavíkur svekktur eftir leikinn í kvöld.

„Þeir klára þetta bara á fyrstu tuttugu mínútum áður en að við mætum bara til leiks í rauninni" 

„Í kjölfarið á því fer svo fram ágætis fótboltaleikur en hann var nátturlega tapaður fyrir okkur. Þetta var kjaftshögg í byrjun sem að drap okkur" 

Grindavík lentu fjórum mörkum undir strax í byrjun leiks og það henti öllu leikplani út um þúfur. 

„Leikplanið í sjálfu sér skiptir ekki öllu máli ef að menn tapa öllum návígjum, hitta ekki á samherja og allt gengur bara á afturfótunum" 

„ Við gerðum breytingar eins fljótt og við gátum en það var þá orðið allt of seint. Leikplanið fór vissulega út um gluggan snemma leiks í dag" 

Grindavík fær ekki mikinn tíma til að leikja sárin en þeir mæta nágrönnum sínum í Keflavík í frestuðum leik á mánudaginn kemur. 

„Við verðum bara komnir í 5-0 eftir tuttugu mínútur örugglega. Við erum ólíkindatól" 

„Ég horfi bara í að við verðum betri í þeim leik heldur en í þessum leik. Það væri góð byrjun eftir tvo skelli að gefa alvöru leik, jafnan leik. Það væri mikil framför þannig ég ætla ekki að vera frekur en við erum með spræka gaura sem að eru fit og klárir. Við þurfum að bæta heimavallar árangurinn og Keflavík er bara drauma mótherji akkúrat núna, grannarnir" 

Nánar er rætt við Harald Árna Hróðmarsson þjálfara Grindavíkur í spilaranum hér fyrir ofan.


Lengjudeild karla
Lið L U J T Mörk mun Stig
1.    ÍR 11 7 4 0 20 - 6 +14 25
2.    Njarðvík 11 6 5 0 29 - 11 +18 23
3.    HK 11 6 3 2 22 - 12 +10 21
4.    Keflavík 11 5 3 3 23 - 15 +8 18
5.    Þróttur R. 11 5 3 3 20 - 18 +2 18
6.    Þór 11 5 2 4 26 - 19 +7 17
7.    Völsungur 11 4 1 6 17 - 26 -9 13
8.    Grindavík 11 3 2 6 25 - 34 -9 11
9.    Fylkir 11 2 4 5 15 - 17 -2 10
10.    Fjölnir 11 2 3 6 12 - 24 -12 9
11.    Leiknir R. 11 2 3 6 12 - 25 -13 9
12.    Selfoss 11 2 1 8 10 - 24 -14 7
Athugasemdir
banner
banner
banner
OSZAR »