Burnley hefur fengið franska kantmanninn Loum Tchaouna frá Lazio.
Tchaouna, sem er 21 árs gamall, hjálpaði Frakklandi að komast í undanúrslit EM U21 í sumar.
Tchaouna, sem er 21 árs gamall, hjálpaði Frakklandi að komast í undanúrslit EM U21 í sumar.
Hann hefur skrifað undir fimm ára samning við Burnley og er keyptur fyrir um 13 milljónir punda.
Þetta er fjórða kaup Burnley síðan liðið tryggði sér sæti í ensku úrvalsdeildinni en áður hafa varnarmaðurinn Axel Tuanzebe, vinstri bakvörðurinn Quilindschy Hartman og markvörðurinn Max Weiss gengið til liðs við félagið.
Leikmannaferill Tchaouna hófst hjá Rennes þegar hann var 17 ára gamall, áður en hann lék hjá Dijon (á láni), Salernitana og Lazio.
Burnley hefja leiktíð í ensku úrvalsdeildinni með leik gegn Tottenham laugardaginn 16. ágúst.
After putting pen-to-paper, Loum Tchaouna sat down to reflect on his move to The Clarets.
— Burnley FC (@BurnleyOfficial) July 2, 2025
Full interview ????
Athugasemdir