Napoli reynir aftur við Garnacho - Arsenal ekki að ná að semja við Sporting um Gyökeres - Kudus í læknisskoðun hjá Spurs
Sveindís: Hann kemur samt þegar ekkert er undir
Glódís svekkt: Leyfðum henni að gera nákvæmlega það sem hún vill
Guðrún: Fæ gæsahúð í hvert skipti
Ingibjörg lýsir sorgarferlinu - „Þetta er ömurleg tilfinning"
Dagný: Að öllum líkindum mitt síðasta Evrópumót
Tómas Bent: Hefði átt að troða inn þriðja markinu
Túfa ánægður eftir sannfærandi Evrópusigur: Það er gaman að vera Valsari
Eru 22 saman í Sviss - „Áfram Vestri og áfram Guðrún"
„Hætt að borða nammi í Tenerife ferðinni þegar hún var tíu ára"
GunnInga í bláa hafinu: Styðjum liðið okkar í blíðu og stríðu
„Eru geggjaðir karakterar og munu bíta fast frá sér“
Tólfan spáir sigri - „Hef bara séð eina Noregstreyju“
Fékk leyfi til að fljúga beint frá Albaníu til Sviss
Einar Guðna þurfti ekki að hugsa málið - „Algjört draumastarf"
Halli: Er ekkert í þessu til að hefna fyrir eitt né neitt
Halli Hróðmars: Orðið ansi þungt leik eftir leik
Úlfur Ágúst: Ég reyndi og sem betur fer fór hann inn
Jökull: Við vorum líklegri og sköpuðum betri færi
Heimir Guðjóns: Vítið sem Stjarnan fékk var rangur dómur
„Ekki búin að því og ég veit ekki hvort maður muni gera það"
   lau 05. júlí 2025 19:26
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Davíð Smári ósáttur með stóra ákvörðun - „Ofboðslega sorglegt"
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Ég er heilt yfir nokkuð ánægður með spilamennskuna. Mér fannst við ekki alveg nægilega góðir á boltann í fyrri hálfleik en samt fínn hálfleikur heilt yfir. En frábær seinni hálfleikur. Það er það sem við þurfum að taka út úr þessum leik," sagði Davíð Smári Lamude, þjálfari Vestra, eftir tap gegn Val á Ísafirði í dag.

Lestu um leikinn: Vestri 0 -  2 Valur

„Það lýsir sér best í því að ef dómarinn dæmir aukaspyrnu á Cafu þá á hann auðvitað að fá gult spjald fyrir dýfu. Þetta er bara rangur dómur og ekki sá eini í dag. Mikið af litlum brotum sem virtust fara svolítið í hina áttina," sagði Davíð Smári.

„Svo er það þetta stóra atvik sem kemur okkur í 1-1 stöðu, það er ofboðslega sorglegt. Það er bara einu sinni þannig að við vissum það farandi inn í tímabilið, sérstaklega gegn liði eins og Val sem er með stóra og langa sögu að þá er oft svona sjálfkrafa. Við þurfum bara að vera gíraðir í það, höfum rætt það síðan í janúar að við þurfum að hafa mikið fyrir hlutunum," sagði Davíð Smári.

Næsti leikur Vestra er gegn Fram í undanúrslitum Mjólkurbikarsins eftir slétta viku. Fari liðið áfram verður Valur einmitt andstæðingurinn í úrslitum. Davíð Smári var með ákall til stuðningsmanna Vestra.

„Það er ný keppni, við höfum unnið gríðarlega hart að því að koma okkur þangað, unnið stóra sigra gegn sterkum andstæðingum. Eins ákall til stuðningsmanna að styðja okkur í blíðu og stríðu, setja smá standard þar."

„Við þurfum að troðfylla stúkna, þurfum á öllum að halda. Við erum ein heild. Stuðningsmenn voru að kalla eftir betri frammistöðu gegn Val í dag, ég heyrði það úr stúkunni og það gleður mig. Við erum komnir það langt að stuðningsmenn Vestra eru farnir að krefjast þess að við vinnum Val og það gleður mig. Það veitir manni stollt að við erum komnir alla leið þangað. Ég held að hljóti að gefa líka leikmönnum kraft að það eru kröfurnar," sagði Davíð Smári.
Athugasemdir
banner
OSZAR »