Arsenal á góða möguleika á að fá Rodrygo - Atletico leggur allt kapp á að fá Romero - West Ham hafnaði tilboði í Kudus
   mið 02. júlí 2025 20:00
Brynjar Ingi Erluson
Sulemana eltir Juric til Atalanta (Staðfest)
Mynd: EPA
Ganamaðurinn Kamaldeen Sulemana mun leika á Ítalíu næstu árin en hann er genginn í raðir Atalanta frá Southampton.

Sulemana er 23 ára gamall vængmaður sem kom að fimm mörkum í ensku úrvalsdeildinni er Southampton féll með tilþrifum aftur niður í B-deildina.

Hann var einn áhugaverðasti bitinn á markaðnum úr liði Southampton og hefur Atalanta nú fest kaup á honum fyrir 18,3 milljónir punda.

Á dögunum fékk hann leyfi til þess að ferðast til Bergamó til að gangast undir læknisskoðun og nú hefur verið gengið frá öllum lausum endum.

Southampton mun fá 15 prósent af endursöluverði Sulemana.

Ivan Juric er þjálfari Atalanta, en hann þjálfaði einmitt Sulemana hjá Southampton á síðasta tímabili og átti svo sannarlega sinn þátt í hrikalegu falli liðsins.


Athugasemdir
banner
OSZAR »