Napoli reynir aftur við Garnacho - Arsenal ekki að ná að semja við Sporting um Gyökeres - Kudus í læknisskoðun hjá Spurs
Sandra María: Gáfum líkama og sál en það skilaði engu
Hlín kom frábær inn - Svekkt með hlutverkið sitt
Sveindís: Hann kemur samt þegar ekkert er undir
Glódís svekkt: Leyfðum henni að gera nákvæmlega það sem hún vill
Guðrún: Fæ gæsahúð í hvert skipti
Ingibjörg lýsir sorgarferlinu - „Þetta er ömurleg tilfinning"
Dagný: Að öllum líkindum mitt síðasta Evrópumót
Tómas Bent: Hefði átt að troða inn þriðja markinu
Túfa ánægður eftir sannfærandi Evrópusigur: Það er gaman að vera Valsari
Eru 22 saman í Sviss - „Áfram Vestri og áfram Guðrún"
„Hætt að borða nammi í Tenerife ferðinni þegar hún var tíu ára"
GunnInga í bláa hafinu: Styðjum liðið okkar í blíðu og stríðu
„Eru geggjaðir karakterar og munu bíta fast frá sér“
Tólfan spáir sigri - „Hef bara séð eina Noregstreyju“
Fékk leyfi til að fljúga beint frá Albaníu til Sviss
Einar Guðna þurfti ekki að hugsa málið - „Algjört draumastarf"
Halli: Er ekkert í þessu til að hefna fyrir eitt né neitt
Halli Hróðmars: Orðið ansi þungt leik eftir leik
Úlfur Ágúst: Ég reyndi og sem betur fer fór hann inn
Jökull: Við vorum líklegri og sköpuðum betri færi
   mið 02. júlí 2025 12:46
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Thun
Rob Holding: Mættur til að styðja Ísland og Sveindísi
Icelandair
EM KVK 2025
Holding er í treyju merktri Sveindísi.
Holding er í treyju merktri Sveindísi.
Mynd: Fótbolti.net - Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Rob Holding, varnarmaður Crystal Palace, er mættur til Sviss til að fylgjast með kærustu sinni, Sveindísi Jane Jónsdóttur, spila með íslenska liðinu.

„Ég er mjög spenntur. Þetta er í fyrsta sinn sem ég fer á Evrópumót og gaman að ég hafi náð þessu inn í dagskrána mína. Ég verð hérna í viku og næ fyrstu tveimur leikjunum í riðlakeppninni, ég mun styðja Ísland og Sveindísi," segir Holding í viðtali við Fótbolta.net.

Holding er á stuðningsmannasvæðinu að hita upp fyrir leikinn gegn Finnlandi sem fram fer í dag.

„Andrúmsloftið er mjög gott. Pabbi ferðaðist með mér og hann fékk líka treyju. Foreldarar Sveindísar komu með treyjur handa okkur," segir Holding sem er í treyju merktri Sveindísi.

Holding hefur mætt á leik með Sveindísi í Þýskalandi en þetta verður í fyrsta sinn sem hann er á staðnum þegar hún spilar landsleik.

„Ég vildi að ég væri með hennar hraða! Það hefði hjálpað mér mikið á mínum ferli. Markið sem hún skoraði í æfingaleiknum (gegn Serbíu) var ótrúlegt. Við erum mjög ólíkir leikmenn og það væri áhugavert að sjá okkur mætast sem leikmenn í einn á einn."

Holding er hjá Crystal Palace á Englandi en Sveindís gekk nýlega í raðir Angel City FC í Bandaríkjunum. Holding segir að það verði áskorun fyrir þau að vera svona langt frá hvort öðru en hann eigi sér draum um að spila í bandarísku MLS-deildinni og vonast til að geta elt hana til Bandaríkjanna.
Athugasemdir
banner
OSZAR »