Arsenal á góða möguleika á að fá Rodrygo - Atletico leggur allt kapp á að fá Romero - West Ham hafnaði tilboði í Kudus
   fim 03. júlí 2025 14:24
Elvar Geir Magnússon
Markvörður Fram í bann vegna hártogsins
Kvenaboltinn
Elaina LaMacchia.
Elaina LaMacchia.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Í kjölfar málskots frá málskotsnefnd KSÍ hefur aganefnd KSÍ úrskurðað markvörð kvennaliðs Fram, Elaina LaMacchia, í tveggja leikja bann vegna atviks sem átti sér stað í leik gegn Þrótti í Bestu deild kvenna þann 20. júní.

LaMacchia reif í hárið á Sæunni Björnsdóttur, leikmanni Þróttar, í vítateignum. Bríet Bragadóttir sá ekki atvikið og dæmdi brot á Sæunni þegar Elaina kýldi boltann í burtu og reif í Sæunni um leið.

Málskotsnefndin getur úrskurðað um alvarleg agabrot sem dómari og aðstoðarmenn hans sjá ekki í leik og koma inn á borð nefndarinnar frá málskotsnefnd KSÍ.

Að mati nefndarinnar sést greinilega á myndböndum sem liggja fyrir þegar LaMacchia togar í hárið á Sæunni. Að mati aga- og úrskurðarnefndar er um að ræða alvarlegt agabrot sem felur í sér grófa óíþróttamannslega framkomu.

„Ég stóð bara hjá markverðinum að reyna að vera fyr­ir en hún var ekki sátt með mig fyr­ir fram­an sig og ákvað svo­leiðis að rífa mig niður á hár­inu," sagði Sæunn í samtali við mbl.is eftir leikinn.

„Mér finnst ótrú­legt að eng­inn af þess­um fjór­um dómur­um hafi séð þetta en fólk var kannski að skemmta sér yfir þessu í út­send­ing­unni. Það er kjána­legt að eng­inn hafi tekið eft­ir þessu. Þetta er alls ekki í lagi. Það er kjána­legt að þetta sé í boði og hafði eng­ar af­leiðing­ar."

Sjáðu atvikið hér fyrir neðan.


Besta-deild kvenna
Lið L U J T Mörk mun Stig
1.    Breiðablik 10 8 1 1 40 - 7 +33 25
2.    Þróttur R. 10 8 1 1 23 - 8 +15 25
3.    FH 10 7 1 2 23 - 11 +12 22
4.    Þór/KA 10 6 0 4 19 - 16 +3 18
5.    Fram 10 5 0 5 14 - 21 -7 15
6.    Valur 10 3 3 4 12 - 14 -2 12
7.    Stjarnan 10 4 0 6 11 - 22 -11 12
8.    Tindastóll 10 3 1 6 15 - 20 -5 10
9.    Víkingur R. 10 2 1 7 16 - 26 -10 7
10.    FHL 10 0 0 10 4 - 32 -28 0
Athugasemdir
banner
banner
banner
OSZAR »