
Í kjölfar málskots frá málskotsnefnd KSÍ hefur aganefnd KSÍ úrskurðað markvörð kvennaliðs Fram, Elaina LaMacchia, í tveggja leikja bann vegna atviks sem átti sér stað í leik gegn Þrótti í Bestu deild kvenna þann 20. júní.
LaMacchia reif í hárið á Sæunni Björnsdóttur, leikmanni Þróttar, í vítateignum. Bríet Bragadóttir sá ekki atvikið og dæmdi brot á Sæunni þegar Elaina kýldi boltann í burtu og reif í Sæunni um leið.
LaMacchia reif í hárið á Sæunni Björnsdóttur, leikmanni Þróttar, í vítateignum. Bríet Bragadóttir sá ekki atvikið og dæmdi brot á Sæunni þegar Elaina kýldi boltann í burtu og reif í Sæunni um leið.
Málskotsnefndin getur úrskurðað um alvarleg agabrot sem dómari og aðstoðarmenn hans sjá ekki í leik og koma inn á borð nefndarinnar frá málskotsnefnd KSÍ.
Að mati nefndarinnar sést greinilega á myndböndum sem liggja fyrir þegar LaMacchia togar í hárið á Sæunni. Að mati aga- og úrskurðarnefndar er um að ræða alvarlegt agabrot sem felur í sér grófa óíþróttamannslega framkomu.
„Ég stóð bara hjá markverðinum að reyna að vera fyrir en hún var ekki sátt með mig fyrir framan sig og ákvað svoleiðis að rífa mig niður á hárinu," sagði Sæunn í samtali við mbl.is eftir leikinn.
„Mér finnst ótrúlegt að enginn af þessum fjórum dómurum hafi séð þetta en fólk var kannski að skemmta sér yfir þessu í útsendingunni. Það er kjánalegt að enginn hafi tekið eftir þessu. Þetta er alls ekki í lagi. Það er kjánalegt að þetta sé í boði og hafði engar afleiðingar."
Sjáðu atvikið hér fyrir neðan.
Besta-deild kvenna
Lið | L | U | J | T | Mörk | mun | Stig |
---|---|---|---|---|---|---|---|
1. Breiðablik | 10 | 8 | 1 | 1 | 40 - 7 | +33 | 25 |
2. Þróttur R. | 10 | 8 | 1 | 1 | 23 - 8 | +15 | 25 |
3. FH | 10 | 7 | 1 | 2 | 23 - 11 | +12 | 22 |
4. Þór/KA | 10 | 6 | 0 | 4 | 19 - 16 | +3 | 18 |
5. Fram | 10 | 5 | 0 | 5 | 14 - 21 | -7 | 15 |
6. Valur | 10 | 3 | 3 | 4 | 12 - 14 | -2 | 12 |
7. Stjarnan | 10 | 4 | 0 | 6 | 11 - 22 | -11 | 12 |
8. Tindastóll | 10 | 3 | 1 | 6 | 15 - 20 | -5 | 10 |
9. Víkingur R. | 10 | 2 | 1 | 7 | 16 - 26 | -10 | 7 |
10. FHL | 10 | 0 | 0 | 10 | 4 - 32 | -28 | 0 |
Athugasemdir