Bayern hefur gert tilboð í Díaz - Liverpool vill Ekitike
Sandra María: Gáfum líkama og sál en það skilaði engu
Hlín kom frábær inn - Svekkt með hlutverkið sitt
Sveindís: Hann kemur samt þegar ekkert er undir
Glódís svekkt: Leyfðum henni að gera nákvæmlega það sem hún vill
Guðrún: Fæ gæsahúð í hvert skipti
Ingibjörg lýsir sorgarferlinu - „Þetta er ömurleg tilfinning"
Dagný: Að öllum líkindum mitt síðasta Evrópumót
Tómas Bent: Hefði átt að troða inn þriðja markinu
Túfa ánægður eftir sannfærandi Evrópusigur: Það er gaman að vera Valsari
Eru 22 saman í Sviss - „Áfram Vestri og áfram Guðrún"
„Hætt að borða nammi í Tenerife ferðinni þegar hún var tíu ára"
GunnInga í bláa hafinu: Styðjum liðið okkar í blíðu og stríðu
„Eru geggjaðir karakterar og munu bíta fast frá sér“
Tólfan spáir sigri - „Hef bara séð eina Noregstreyju“
Fékk leyfi til að fljúga beint frá Albaníu til Sviss
Einar Guðna þurfti ekki að hugsa málið - „Algjört draumastarf"
Halli: Er ekkert í þessu til að hefna fyrir eitt né neitt
Halli Hróðmars: Orðið ansi þungt leik eftir leik
Úlfur Ágúst: Ég reyndi og sem betur fer fór hann inn
Jökull: Við vorum líklegri og sköpuðum betri færi
   þri 01. júlí 2025 08:00
Jóhann Þór Hólmgrímsson
„Simon er eitthvað rugl góður og Fred líka"
Freyr Sigurðsson
Freyr Sigurðsson
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Ég elska að spila fótbolta, þetta er búið að vera mjög skemmtilegt," sagði Freyr Sigurðsson, leikmaður Fram, en þessi tvítugi miðjumaður skoraði sigurmark liðsins gegn Aftureldingu í 8-liða úrslitum á dögunum. Þá skoraði hann í sigri á ÍBV í deildinni um helgina.

Fram hefur ekki tapað í síðustu fjórum leikjum í deild og bikar en auk þess að vera komið í undanúrslit bikarsins situr liðið í 5. sæti deildarinnar aðeins stigi á eftir Stjörnunni sem situr í 4. sæti.

„Það er góður mórall í liðinu og erum mjög ánægðir og ætlum bara að halda áfram," sagði Freyr.

Freyr er á miðjunni ásamt Simon Tibbling og Fred Saraiva. Hvernig er að spila með þeim?

„Það er ótrúlegt. Simon er eitthvað rugl góður og Fred líka. Það gefur manni mikið traust og þeir hjálpa mér og peppa mig áfram, það er frábært að spila með þeim," sagði Freyr.

Tibbling gekk til liðs við félagið síðasta vetur en hann hefur átt frábæran feril í Evrópu og þá var hann í U21 landsliði Svía sem vann EM árið 2015 og á einn A-landsleik að baki.

„Hann er kannski ekkert að öskra menn áfram (á æfingum) en hann tekur mann í spjall og segir til. Hann er frábær í fótbolta og mér eiginlega brá þegar ég sá hann hvað hann er góður," sagði Freyr.
Athugasemdir
banner
banner
OSZAR »